Sunday, June 20, 2010

Ástkæra vökula nótt

Ástkæra vökula nótt
æ leyf mér að kyssa þig heitt
full af löngunum mínum

Allt er svo hvikult of fljótt
í þessum öldum sem vafra
um nóttina í nótt
er kveldið líður í dimmu
og vakir við mánaskin
þegar ský hverfur frá
við byr náttmyrkursins

áskæra vökula nótt
þinn faldur er dimmur en kær
og ástríða sveipur í ró
ómálga á vogskornar strendur
í tímans vafri
óráðinna hluta

allt er sem bjarmi fyrir dægur
uns birtir á ný
smátt og smátt
í nýjum fótsporum

Wednesday, April 14, 2010

Ástkæra ylhýra

Ástkæra ylhýra
elskaðu mig líka,
ljóðsins ástar lýra
er gerir oss ríka.

Ljúfa móðir áskæra
seiður þinn er hár,
öll þar er mín mæra
daga hverja og ár.

Löngun í þínu stefi
lífsins góða brá,
engin er þar efi
aðeins tímans þrá.

Ljóðsins lista stafir
lifa áfram enn,
útum allar traðir
á meðan vér erum menn.

Drauma ég þar á
gull sem gló í mund,
himinhvolfin blá
og grös á grænni grund.

Orðsins söngva hljóma
nýja hvern nýjan dag,
í hjarta mínu óma
við hvert nýtt ljóðalag.

Fundið hef ég

Fundið hef ég gull og gersemar
í gömlum bókum
eitt og eitt orð sem kemur
og festist í minni

Löngum sat ég þar
við lestur gamalla bóka
og fann mína blaðsíðu
á laum

Dagarnir eru langt gengnir
síðan þá um árið

Allir vegir horfnir
nema vegur minninga
sem ennþá sýna braut
þá sem gengin var forðum

Thursday, March 25, 2010

Nýtt Skáldamál

Hér stendur fjallið
sem togstreituna á.

Í fagurgrænum hlíðum
hins nýja hljóma-máls
sem átökin gefa
til nýrra vinninga.

Allt er í orði gefnu
sem skáldið orti um.

Í fjarlægð hins nýja!
Lyftast vængir upp hátt
til nýrra átaka

Fótspor dagsins brenna
í rofum myndamáls.

Í fjarlægð hins nýja!

3 Vor Hækur

Senn kemur vortíð,
vaknar þá lífið aftur
- í allskonar leik.

Léttfættir skuggar,
dansa nú í morgunsól
- bros koma aftur.

Lát mig finna vor
í ilmi græna grassins
- þegar líf byrjar.

Friday, February 6, 2009

Vetrar snjór

Morgunn líður í þögn,
tíma sinn dregur.

Loðir við allt,
snjór sem féll í gær.

Eins og ævintýri
úti er nú að litast,
silfurlagnar snjóflyksur
á trjám hanga.

Drýpur hin hvíta mjöll
sem kyrrð í eilífð,
en aðeins stutta stund.

Í gullnum morgunn roða

Nú vindur sefur
í kyrrð sem yrkir dag

Nokkur fótspor eru kominn
í nýfallinn vetrar snjó
og sólin er risin
bak við ský
í gullnum morgunn roða

Eitt og annað
vaknar senn